Lögfræðideild
Lögmenn skrifstofunnar taka að sér mál sem varða flest svið lögfræðinnar. Nefna má sem dæmi nokkrar algengar tegundir mála sem unnið hefur verið að:
  • Málssókn/málsvörn vegna fjárkrafna og ágreinings varðandi þær
  • Skaðabótamál vegna líkamstjóns einstaklinga, umferðarslys, vinnuslys, refsiverður verknaður, læknamistök, o.fl.
  • Gerð eignaskiptayfirlýsinga fyrir fjöleignahús
  • Stofnun hlutafélaga, einkahlutafélaga og sameignarfélaga.
  • Aðstoð við uppsetningu útibúa frá erlendum fyrirtækjum á Íslandi og umsýsla því tengd.
  • Alhliða skjalagerð t.d. vegna sölu og kaupa eigna, samningsgerðar, arfleiðslu, kaupmála.
  • Ágreiningsmál og kærur til samkeppnisyfirvalda, umboðsmanns Alþingis, kærunefndar fjöleignahúsamála og skattyfirvalda.
  • Ýmis konar lögfræðileg ráðgjöf og þjónusta við fyrirtæki sem og einstaklinga.
Kappkostað er að veita sem víðtækasta og besta þjónustu, eftir atvikum með samvinnu við innheimtudeild ef þörf krefur. Algengt er að vinna í málum sé miðuð við tímagjald og er þá jafnframt skilað tímaskýrslu með reikningi. Nánar vísast til upplýsinga um gjaldtöku.